Aðstandendahópur Geðhjálpar

Sverrir Vilhelmsson

Aðstandendahópur Geðhjálpar

Kaupa Í körfu

"VIÐ erum að moka burt fordómum," sagði Erna Arngrímsdóttir glaðbeitt þegar hún tók á móti Árna Magnússyni félagsmálaráðherra, sem var sérstakur gestur á fjölsóttum stofnfundi aðstandendahóps Geðhjálpar. Erna var ásamt fleiri aðstandendum að pjakka ísinn af tröppum húsnæðis Geðhjálpar í Túngötu og moka í burtu áður en gestina bæri að garði. Nýverið tilkynntu ráðamenn að milljarður af söluandvirði Símans yrði settur í það að bæta búsetumál og endurhæfingu geðsjúkra. Auk þessa koma 500 milljónir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra í sama mál. Á stofnfundinum sagði Svanur Kristjánsson að vissulega þætti mönnum vænt um að fá þessa peninga í málaflokkinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar