Askja ráðstefna um stjórnarskrármál

Sverrir Vilhelmsson

Askja ráðstefna um stjórnarskrármál

Kaupa Í körfu

MIKILVÆGT er fyrir okkur að skoða ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskránni, gefa þeim meira vægi í stjórnarskrá heldur en verið hefur en jafnframt skoða vandlega hversu vítt gildissvið slíkrar reglu á að vera, var meðal þess sem kom fram í erindi Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í stjórnarskrárnefnd, á ráðstefnu um þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif þeirra sem haldin var í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, á laugardag en ráðstefnan var á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við nefnd um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. MYNDATEXTI: Guðjón A. Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon, Birgir Ármannsson, Ólafur Stephensen umræðustjóri, Jón Kristjánsson og Össur Skarphéðinsson vörpuðu fram hugmyndum og spurningum um skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi á ráðstefnu sem haldin var í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar