Gúmmímottur

Gúmmímottur

Kaupa Í körfu

Tinna Gunnarsdóttir hefur hannað glasamottur úr gúmmíi sem minna á blúndudúka og pottaleppa og fara vel sem borðskraut. Hægt er að nota motturnar undir hvaðeina sem manni hugnast, til að mynda glös eða blómapotta. Motturnar eru handunnar úr gúmmíi og þola 70 gráða hita. Þær fást í Kokku við Laugaveg og kosta 2.800 krónur fjórar saman. Miðstærð kostar 950 krónur og stór 1.500 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar