Sigþór Eiríksson

Sigurður Elvar

Sigþór Eiríksson

Kaupa Í körfu

"ÉG á von á því að West Ham haldi sæti sínu í deildinni í vor og nái jafnvel að vera um miðja deild. Það er mikið spunnið í þetta félag og ég hef fylgst með gangi mála frá árinu 1969 er ég fór fyrir slysni á leik með liðinu er ég heimsótti systur mína í London. Eftir það var ekki aftur snúið og West Ham hefur verið mitt lið í ensku knattspyrnunni," segir Sigþór Eiríksson en hann hefur farið í margar "pílagrímsferðir" á Upton Park í London frá árinu 1969. MYNDATEXTI: Sigþór Eiríksson, sem er lengst til hægri á myndinni, hefur náð að fjölga verulega í stuðningsmannaliði West Ham á Íslandi en stjúpsonur hans, Kolbeinn Helgi Kristjánsson er harður stuðningsmaður liðsins og einnig bræðurnir Eiríkur Hilmar og Vignir Gísli Eiríkssynir en Sigþór er frændi þeirra bræðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar