Spuni í Salnum

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Spuni í Salnum

Kaupa Í körfu

Tónlist | Í dag verða fyrstu tónleikarnir í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK) starfsárið 2005 - 2006 fluttir í Salnum og hefjast þeir kl. 13.00. Það eru þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari sem ríða á vaðið og snara fram eigin stefjum og viðfangsefni tónleikanna: Spuni. Sex tónleikar eru áformaðir í TKTK röðinni í vetur, þar sem kennarar Tónlistarskóla Kópavogs kveðja sér hljóðs og á þessum vettvangi gefst nemendum og aðstandendum þeirra kostur á að hlusta á kennara skólans og kynnast þeim betur sem listamönnum, en tónleikarnir eru annars opnir öllum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar