Gæs

Steinunn Ásmundsdóttir

Gæs

Kaupa Í körfu

Seyðisfjörður | Þessi grágás spókaði sig á götum úti í Seyðisfjarðarkaupstað eitt niðdimmt síðkvöldið fyrir skemmstu. Vegfarandi hafði rétt svo að segja ekið yfir hana, þar sem hún þrammaði ákveðin eftir miðri götunni, en náði til allrar blessunar að staðnæmast og aukinheldur taka af henni myndir. Enda greinilega mannvön og arkaði upp að bifreiðinni til að athuga hver væri á ferð. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði, Tryggvi Harðarson, kom akandi úr hinni áttinni í sömu svifum og upplýsti að gæsin sú arna væri íbúi í bænum og héldi yfirleitt til á sama stað þar sem dýravinur æli önn fyrir henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar