Ingunnarskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ingunnarskóli

Kaupa Í körfu

Einstaklingsmiðað nám var grundvallarforsenda þess mótunarstarfs sem átti sér stað þegar verið var að undirbúa skipulag og byggingu Ingunnarskóla í Grafarholti, en Ingunnarskóli er fyrsti grunnskólinn í Reykjavík sem sérstaklega er ætlaður einstaklingsmiðuðu námi. Þetta kom fram í máli Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, þegar hún veitti blaðamanni leiðsögn um skólann ásamt Stefáni Jóni Hafstein, formanni menntaráðs, og Guðlaugu Sturlaugsdóttur, skólastjóra Ingunnarskóla. MYNDATEXTI: Góð birta er í skólanum og opin rými gefa börnunum þægileg vinnuskilyrði. Sum vildu þó stundum fá meira næði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar