ASÍ og Samtök Atvinnulífsins

Þorkell Þorkelsson

ASÍ og Samtök Atvinnulífsins

Kaupa Í körfu

LAUNANEFND aðila vinnumarkaðarins sat á fimm klukkustunda löngum fundi í gær og heldur áfram fundahöldum í dag. Gert er ráð fyrir stífum fundahöldum næstu dagana, en nefndin hefur tíma til miðnættis á þriðjudaginn kemur, 15. nóvember, til að komast að niðurstöðu. Þá vinna stjórnvöld áfram að tillögum sínum varðandi aðkomu að endurskoðun kjarasamninga og er jafnvel gert ráð fyrir öðrum fundi með stjórnvöldum vegna þessa fyrir helgina. MYNDATEXTI: Launanefnd aðila vinnumarkaðarins Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Ari Edvald, framkvæmdastjóri SA og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA á fundinum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar