Ingi Þór Jónsson

Ingi Þór Jónsson

Kaupa Í körfu

Það þarf að kenna börnum sem fyrst að það sé allt í lagi að vera samkynhneigður," segir Ingi Þór Jónsson, en um helgina héldu Samtökin '78, félag lesbía og homma á Íslandi, opinn fund á Kaffi Reykjavík undir yfirskriftinni Samkynhneigðir og íþróttir. Til þess að fjalla um þessi mál bauð félagið Inga Þór til landsins, en hann hefur um árabil unnið að málefnum samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar í Bretlandi. Hann keppti á sínum tíma í sundi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum, en hrökklaðist úr íþróttum 21 árs vegna fordóma. Ingi starfar sjálfstætt og gerir sjálfur grín að því hvað hann sé með mörg járn í eldinum. Hann er evrópskur sendiherra fyrir heimsleika samkynhneigðra íþróttamanna sem haldnir verða í Montreal á næsta ári. MYNDATEXTI: Ingi Þór Jónsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar