Fannfergi í Bárðardal - Kristlaug Pálsdóttir

Atli Vigfússon

Fannfergi í Bárðardal - Kristlaug Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

Tíðarfarið í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið erfitt í haust og mikil úrkoma. Upp úr 20. september byrjaði að snjóa í Bárðardal og þar hefur lítið þiðnað síðan og alltaf bætt á. Þar hafa verið jarðbönn og allur búpeningur á gjöf. Kristlaug Pálsdóttir, bóndi í Engidal, lætur tíðarfarið lítið aftra sér og hefur verið önnum kafin í haustverkum að undanförnu. Hún viðrar ærnar daglega og reykhúsið þarf sinn tíma, sérstaklega þegar oft þarf að moka sig inn í fannfergið sem sest hefur að öllum húsum. Á myndinni má sjá Kristlaugu með væn sauðalæri, en hún reykir við tað og gulvíði sem gefur kjötinu ómissandi bragð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar