Rúsneska tríóið

Rúsneska tríóið

Kaupa Í körfu

Tríóið Rússneskir virtuósar hélt tónleika á Flúðum á laugardaginn við mikla hrifningu viðstaddra. Tríóið er skipað þeim Dimitry A. Tsarenko sem leikur á balalæku og á jafnframt heiðurinn af útsetningum allra laga tríósins, Veru A. Tsarenko sem leikur á domru og Nigholas A. Martynov sem leikur á bassa-balalæku. Liðsmenn tríósins hafa allir unnið til fjölda verðlauna í heimalandi sínu en þau komu til landsins árið 2000 til að kynna rússnesk alþýðuhljóðfæri og tónlist. Nú hafa þau haldið tónleika á nokkrum stöðum á landinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar