Guðbjörg Gissurardóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðbjörg Gissurardóttir

Kaupa Í körfu

Hönnunardagar verða formlega settir í höfuðborginni í dag. Þá munu gullsmiðir, grafískir hönnuðir, iðnhönnuðir, innanhúsarkitektar, leirlistahönnuðir og fatahönnuðir svipta hulunni af verkum sínum víðsvegar um bæinn. Mýmargar sýningar verða opnaðar víðsvegar um bæinn, í verslunum, búðargluggum, bókabúðum, hótelum, vinnustofum, kaffihúsum, Listaháskólanum og endurbættri Laugadalshöll þar sem fjölmargir spennandi fyrirlestrar verða fluttir. Þegar hlé verður gert á fyrirlestrunum er svo tilvalið að rölta um höllina og skoða kaupstefnu Húsa og Hýbýla sem verður sett á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem sambærileg hátíð er haldin hér á landi og miðað við þá umgjörð sem tíðkast víða annars staðar í heiminum í kringum svona hátíðir má eiginlega segja að þetta sé minnsta hönnunarhátíð í heimi, þó liggja engar slíkar tölur fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar