Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Kaupa Í körfu

Menntamálaráðherra veitti tvær viðurkenningar í gær á Degi íslenskrar tungu, en í reglum menntamálaráðuneytis um verðlaun og viðurkenningar á þeim degi segir að auk verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, sé heimilt að veita sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Ráðherra ákvað að veita verkefninu Lestrarmenningu í Reykjanesbæ og bókaútgáfunni Bjarti slíkar viðurkenningar í ár, og fengu þessir aðilar afhent listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. MYNDATEXTI: Snæbjörn Arngrímsson tekur við viðurkenningu úr hendi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrir framlag bókaforlagsins Bjarts til þýðinga erlendra samtímabókmennta á íslensku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar