UNICEF kynnir brúður

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

UNICEF kynnir brúður

Kaupa Í körfu

DÚKKUR sem gleðja eru orð að sönnu. Það var glaðst við að búa þessar dúkkur til, við kynnum þær hér með gleði og þær gleðja vonandi þá sem kaupa þær eða fá þær gefins. Síðan kemur ágóðinn til með að gleðja þá sem njóta góðs af í uppbyggingu menntastarfsins í Gíneu-Bissá." Þetta sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi, þegar verkefnið Dúkkur sem gleðja, samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF, var kynnt í gær. Hafa kvenfélagakonur um allt land handgert 800 dúkkur sem seldar verða til styrktar menntaverkefni í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru einkar fjölbreyttar og ólíkar og því má segja að þær beri allar sinn persónuleika. MYNDATEXTI Stefán I. Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, Helga Guðmundsdóttir, formaður KÍ, Níelsa Magnúsdóttir, Kvenfélaginu Álftanesi, Ólöf M. Sigurjónsdóttir, Kvenfélaginu Álftanesi, Edda Margrét Jensdóttir, Kvenfélaginu Seltjarnarnesi, Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ, og Dagmar Sigurðardóttir, Kvenfélagi Garðabæjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar