Umhverfisráðstefna á Nordica

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umhverfisráðstefna á Nordica

Kaupa Í körfu

VÖKTUN á nytjavatni verður efld á næstu þremur árum og aðgengi að upplýsingum um það bætt. Þá verður merking á erfðabreyttum matvælum tekin upp í síðasta lagi í ársbyrjun 2007 auk þess sem sett verður reglugerð um rekjanleika matvæla til að auka öryggi þeirra. Þá verður gert átak í að leggja og merkja göngustíga í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum í því skyni að bæta aðgengi almennings að náttúru landsins og efla getu staðanna til að taka á móti vaxandi ferðamannastraumi. MYNDATEXTI Nemendur úr Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi kynntu verkefni sitt, Stubbalækjarvirkjun, á Umhverfisþinginu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar