Yrsa Sigurðardóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Yrsa Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Yrsa Sigurðardóttir er ekki auðveldur viðmælandi, þótt henni sé í lófa lagið að tala um alla heima og geima. Þegar kemur að henni sjálfri er hún sparari á lýsingar. Reyndar sér hún fyrir sér að þetta verði síðasta stóra viðtalið sem hún veitir. Yrsa lítur nákvæmlega eins út í dag og hún gerði fyrir 20 árum, en virðist reyndar hætt að ganga um á háum hælum í hvaða færð sem er. Sjálfsagt klæðir hún sig alltaf eftir veðri núna og er oftast með hjálm. En hún reykir af sömu sannfæringu og áður. Aðalstarf verkfræðingsins Yrsu er framkvæmdaeftirlit, en þegar hún má til sest hún niður og skrifar sögur, sem nú er búið að selja útgáfuréttinn á til hundrað landa, að því er hermt er. MYNDATEXTI Yrsa skrifaði Þriðja táknið að hluta við Kárahnjúka þar sem hún gegnir starfi tæknistjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar