Þingeyingar byggja sorpbrennslu

Hafþór Hreiðarsson

Þingeyingar byggja sorpbrennslu

Kaupa Í körfu

Húsavík - Sorpsamlag Þingeyinga er nú með í byggingu nýja móttöku, flokkunar- og förgunarstöð með brennslu- og orkunýtingarerfi. Áætlað er að hún taki til starfa í byrjun næsta árs. Stöðin er tvö hús, móttaka og brennsla sem er 1.000 m2 að stærð og 800 m2 geymsla og stendur í námunda við Orkustöð Húsvíkinga við Hrísmóa. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, segir framkvæmdum, sem hófust í júní sl., miða vel þrátt fyrir afar óhagstæða tíð að undanförnu. Verktaki er Trésmiðjan Rein ehf. MYNDATEXTI Sigurður Rúnar Ragnarsson við annan brennsluofninn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar