Viðbragðsæfing á Seyðisfirði

Pétur Kristjánsson

Viðbragðsæfing á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

Um 200 manns tóku þátt í viðbragðsæfingu á Seyðisfirði á laugardaginn en viðfangsefnið var alvarlegt slys um borð í ferju við bryggju á Seyðisfirði. Varðskipið Ægir var notað sem vettvangur, en líkt var eftir því að sprenging yrði í gaseldavél í húsbíl á bílaþilfari ferjunnar Sky Princess, sem væri lögst að bryggju til affermingar. Markmið æfingarinnar var að láta reyna á virkni nýrrar viðbragðsáætlunar sem unnið hefur verið að undanfarin misseri en hún beinist að atburðum af þessu tagi á Seyðisfirði eða á hafinu þar nálægt MYNDATEXTI: Aðstoð berst með björgunarskipinu Hafbjörgu frá Norðfirði sem leggur hér upp að hlið Ægis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar