Hljóðheimurinn Sangitamiya - Framandi hljóðfæri

Hljóðheimurinn Sangitamiya - Framandi hljóðfæri

Kaupa Í körfu

HLJÓÐHEIMURINN | Framandi hljóðfæri frá öllum heimshornum Indverskir sítarar, afrískar djembey-trommur, amerískar indíánaflautur, áströlsk didgeridoo, kínverskar fiðlur og svokallaðar hljóðvöggur er meðal þess sem finna má í glænýrri verslun, sem ætlar að sérhæfa sig í framandi hljóðfærum og verður formlega opnuð í dag, laugardag. Eigandinn Eymundur Matthíasson, sem sjálfur er með háskólagráður í stærðfræði og eðlisfræði, nam tónlist í ein átta ár og hefur lagt töluvert mikla stund á hugleiðslu í gegnum tíðina, segist vera bjartsýnn á rekstur slíkrar búðar, en hljóðfærin, sem hann kemur til með að versla með, eru frá öllum heimshornum. MYNDATEXTI: Indverskur sítar, hægra megin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar