Sólin lækkar á lofti

Ragnar Axelsson

Sólin lækkar á lofti

Kaupa Í körfu

Senn nálgast myrkasta skammdegi hins íslenska vetrar með tilheyrandi kulda og næðingi. En einmitt þegar sólin virðist ætla að kveðja bak við fjöllin fyrir fullt og allt og hætta að varpa löngum skuggum á húsin í bænum gengur hátíð ljóss og friðar í garð. Þá verða margir glaðari í geði og bægja burtu skammdegi og depurð með litríkum jólaljósunum eða gleyma sér í önnum. Gera má því skóna að stúlkurnar tvær sem gengu hröðum skrefum fram hjá einu af mörgum bárujárnshúsum borgarinnar, er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um, hafi einmitt haft komandi hátíð í huga, enda leikur bros um varir þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar