Aðventukransar

Brynjar Gauti

Aðventukransar

Kaupa Í körfu

Þótt jólin séu í eðli sínu hefðbundin verða talsverðar breytingar á aðventuskreytingum milli ára. Steinar Björgvinsson blómaskreytir og Íslandsmeistari í blómaskreytingum nefnir sem dæmi að gylltur litur sé að ná fótfestu að nýju. MYNDATEXTI: Tákn jólanna eru margvísleg. Köngull sígræna trésins merkir nýtt líf. Kransinn er hringur án upphafs og endis, tákn eilífðarinnar. Þess vegna er hann áberandi á jólum og við útfarir, segir Steinar. Hér eru lerkigreinar vafðar í hring, ekki of fast, svo sjáist á milli greinanna. Skreytt með köngli og jólatré og stjörnur festar við. Gamaldags stjakar minna á jólatré með lifandi ljósum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar