Bogi Ágústsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bogi Ágústsson

Kaupa Í körfu

"SEM KR-ingur hefur mér lærst að vera þolinmóður og ég veit að réttlætið sigrar að lokum. KR beið í 31 ár eftir titli og Tottenham á betri tíð fyrir höndum. Ég reikna þó fyrst og fremst með því að Spurs verði bikarlið, haldi sig í hópi fimm efstu liðanna í Englandi og vinni bikara af og til. Það yrði ég mjög sáttur við - svo framarlega að liðið spili aðlaðandi fótbolta. Þegar ég fer á völlinn ætlast ég til þess að bæði leikmenn og áhorfendur hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Neikvæður fótbolti sem byggist á varnartaktík og pota inn einu marki - ég nenni ekki að eyða mínum tíma í svoleiðis vitleysu. Tilgangurinn með fótboltanum er skemmtun og það má heldur ekki taka þetta of alvarlega," segir Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV og einlægur aðdáandi Tottenham Hotspur frá 8 ára aldri. MYNDATEXTI Bogi Ágústsson með tvo Tottenham-dýrgripi, treyju félagsins og bók um sigur liðsins í bikarkeppninni 1967 sem sagt er nánar frá í viðtalinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar