Huginn VE 55

Þorgeir Baldursson

Huginn VE 55

Kaupa Í körfu

TVÖ skip fengu loðnu norðaustur af Kolbeinsey í fyrradag og skipulögð leit á svæðinu undir stjórn Hafrannsóknastofnunar er hafin. Það voru Huginn VE og Björg Jónsdóttir ÞH sem hófu veiðarnar. Þau eru bæði með svokallaðan leitarkvóta, en upphafskvóti hefur ekki verið gefinn út þar sem ekki hefur tekizt að mæla stærð stofnsins. Segja má að þetta sé fyrsta loðnan sem veiðist síðan vetrarvertíð lauk í marz. Gylfi Guðmundsson, skipstjóri á Hugin, sagði í samtali við Verið í gær, að þeir hefðu verið komnir á slóðina í gærmorgun og fundið svolítið af loðnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar