Snjóframleiðsla

Kristján Kristjánsson

Snjóframleiðsla

Kaupa Í körfu

Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli í vikunni. Þar eru nú keyrðar fjórar snjóvélar af fullum krafti allan sólarhringinn, enda aðstæður til snjóframleiðslu hinar bestu. Skíðasvæðið hefur verið opið undanfarnar vikur en þar hafa aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunar verið með allra besta móti á náttúrulegum snjó, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíðastaða. Bæði heimamenn og gestir hafa því tekið hressilega við sér og fjölmennt í fjallið. Félagarnir Gestur, Baldur og Jón Dan, úr Brekkuskóla, voru í útivistarfræði í fjallinu í gær og þeir fundu vel fyrir því hversu öflugar snjóvélarnar voru, þar sem þeir stóðu undir einni bununni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar