Menningarmál í Garðabæ

Ragnar Axelsson

Menningarmál í Garðabæ

Kaupa Í körfu

Sigurður Flosason, saxófónleikari og bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2005, flutti tónlistaratriði ásamt söngkonunni Sólrúnu Bragadóttur á bæjarskrifstofum Garðabæjar í gærdag þegar fagnað var lokum vinnu við mótun menningarstefnu bæjarins. Í stefnunni er m.a. lögð áhersla á að efla menningu fyrir börn og ungmenni, það verður til að mynda gert með því að halda listahátíð barna og ungmenna á næsta ári. Þá verður einnig lögð rík áhersla á hönnun í tengslum við Hönnunarsafn Íslands sem staðsett er í Garðabæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar