Ingibjörg Björnsdóttir

Ingibjörg Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt," segir Ingibjörg Björnsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustunni hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Heimsóknarvinir svokallaðir heimsækja einu sinni í viku fólk sem er einmana og vantar félagsskap. Oft er um aldrað fólk að ræða eða öryrkja á ýmsum aldri. "Þetta er mjög skemmtilegt því það skapast oft mjög gott samband á milli fólks. Þeir sem maður heimsækir verða oft mjög góðir vinir manns."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar