Jólaland í heimahúsi

Jólaland í heimahúsi

Kaupa Í körfu

Við byrjum að taka þorpið fram um miðjan nóvember," segir Bryndís Rut Jónsdóttir. "Það tekur tíma að hagræða og ákveða hvar húsin eiga að standa og svo er það kirkjan, tjörnin, dansandi fólk og aðrir íbúar að ógleymdri hestakerrunni en hún er í uppáhaldi á heimilinu." Þau hjónin Bryndís og Jón Brynjar Birgisson fengu fyrsta húsið fyrir um þremur árum og hafa síðan verið að bæta við nýjum húsum, fólki og trjám. Fyrstu húsin voru keypt á netinu en nú fást þau í verslunum hér á landi. MYNDATEXTI Jón Brynjar Birgisson, Árni Jökull Jónsson og Bryndís Rut Jónsdóttir, með jólaþorpið sem stækkar á hverju ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar