Silfrastaðakirkja

Silfrastaðakirkja

Kaupa Í körfu

JÓLASÝNING Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og ungir sem aldnir skemmt sér við að fylgjast með undirbúningi jólanna frá fornu fari. Í gömlu torfkirkjunni á Árbæjarsafni, sem áður stóð á Silfrastöðum í Skagafirði, var haldin aðventumessa í gærdag þar sem gestir nutu ljúfrar stundar undir stjórn sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar sem meðal annars rifjaði upp uppruna jólanna. Kirkjan er ekki stór, en séra Kristinn er hins vegar talsvert stór. Sýningin á Árbæjarsafni verður einnig opin næsta sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar