Sigur Rós

Árni Torfason

Sigur Rós

Kaupa Í körfu

Tónlist | Íslensku tónlistarverðlaunin 2005 TILNEFNINGAR til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í gær í sal FÍH í Rauðagerði. Emilíana Torrini, hljómsveitin Sigur Rós og Sigurður Flosason hljóta flestar tilnefningar að þessu sinni eða fjórar alls. Sigur Rós er tilnefnd til hljómplötu ársins í flokki rokk/jaðartónlistar, flytjanda ársins, myndbands ársins og plötuumslags ársins. Jón Þór Birgisson söngvari Sigur Rósar er þar fyrir utan tilnefndur til söngvara ársins. MYNDATEXTI: Sigur Rós hefur átt viðburðaríkt ár og fær fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar