Slökkvistöð

Kristján Kristjánsson

Slökkvistöð

Kaupa Í körfu

Akureyri | Slökkvilið Akureyrar fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir en þann 6. desember sl. var öld liðin frá því að bæjarstjórn Akureyrar skipaði fyrsta slökkviliðsstjóra bæjarins. Í tilefni þessara tímamóta stóðu starfsmenn slökkviliðsins fyrir uppákomum í bænum og í höfuðstöðvunum við Árstíg. Fjöldi fólks lagði leið sína á slökkvistöðina og þessi ungi drengur fékk meira að segja að máta slökkviliðsbúning og tók sig bara vel út. Ný vefsíða, slokkvilid.is var opnuð og slökkviliðinu bárust gjafir og kveðjur í tilefni tímamótanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar