Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi

Golli /Kjartan Þorbjörnsson

Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi

Kaupa Í körfu

ÞINGMENN fá skýrslu um örorku og velferð á Íslandi eftir Stefán Ólafsson prófessor í jólagjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landsambandi eldri borgara. Færðu fulltrúar öryrkja og eldri borgara þingflokksformönnum allra flokkanna fimm jólapakka sem innihéldu skýrslu handa hverjum þingmanni í gær meðan á baráttufundi Öryrkjabandalagsins og Landsambands eldri borgara stóð á Austurvelli. Með hverjum pakka fylgir kort þar sem þingmönnum og fjölskyldum þeirra er óskað gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, auk þess sem þar er minnt á kröfu heildarsamtaka fatlaðra um alla Evrópu og kallað á samráð og samvinnu við öryrkja og aldraða um þeirra málefni MYNDATEXTI Um 400 manns tóku þátt í kröfugöngu og útifundi eldri borgara og öryrkja í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar