Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi

Kaupa Í körfu

ÞINGMENN fá skýrslu um örorku og velferð á Íslandi eftir Stefán Ólafsson prófessor í jólagjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landsambandi eldri borgara. Færðu fulltrúar öryrkja og eldri borgara þingflokksformönnum allra flokkanna fimm jólapakka sem innihéldu skýrslu handa hverjum þingmanni í gær meðan á baráttufundi Öryrkjabandalagsins og Landsambands eldri borgara stóð á Austurvelli. Með hverjum pakka fylgir kort þar sem þingmönnum og fjölskyldum þeirra er óskað gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, auk þess sem þar er minnt á kröfu heildarsamtaka fatlaðra um alla Evrópu og kallað á samráð og samvinnu við öryrkja og aldraða um þeirra málefni MYNDATEXTI Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur við jólapakka til þingmanna síns flokks. Hjá honum standa Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson með jólapakka sinna flokka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar