Tónleikar í tösku

Skapti Hallgrímsson

Tónleikar í tösku

Kaupa Í körfu

Hjónin Herdís Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari hvíla sig stundum frá aðalstarfinu, sem er að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og skemmta börnum með tónlist. Þau spiluðu á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Akureyri á laugardagskvöldið og notuðu ferðina norður til þess að skemmta krökkunum á leikskólanum Síðuseli í gærmorgun. Krakkarnir voru augljóslega hrifnir af gestunum; Steef framkallaði hin undarlegustu hljóð og Herdís lék á víólu sína auk þess að syngja og segja sögur og krakkarnir tóku virkan þátt þegar taka átti undir. "Tónleikar í tösku" segir Herdís að þau kalli uppákomuna, enda koma þau með alls kyns sérkennileg "hljóðfæri" á staðinn. Hollendingurinn Steef spilar t.d. á tréklossa frá heimalandi sínu og ferðasteinaspil sem vinur þeirra, Páll á Húsafelli, gaf hjónunum. "Það er gaman að sýna krökkum að það er hægt að spila á ýmislegt fleira en hefðbundin hljóðfæri," sagði Herdís í gær. "Sinfóníuhljómsveit Íslands er dálítið fjarlægt hugtak; það er líka gaman að brúa bilið á milli hennar og krakkanna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar