Grímsey

Helga Mattína Björnsdóttir

Grímsey

Kaupa Í körfu

Það hefur sannarlega verið bjart og glatt yfir mannlífinu í Grímsey, það sem af er desember. Mannamót og gleði í nafni jólaundirbúningsins. Fyrst skal telja aðventukaffi ferðanefndar Kvenfélagsins Baugs. Þangað streymdu Grímseyingar, nutu veitinga og keyptu jólablómin. Því næst var stórglæsilegt jólahlaðborð félaganna tveggja, Baugs og Gríms. Allt fagurlega skreytt með jólatré í sal og íslensku jólasveinunum og ljómandi jólastjörnum í öllum gluggum félagsheimilisins. Sönn jólagleði í sál og sinni. Svo fögnuðu skólabörnin Lúsíuhátíðinni í tólfta sinn á heimskautsbaug. Klædd í hvíta kyrtla, drengir með stjörnuhatta og auðvitað Lúsían sjálf ljósum prýtt og með ljós í hendi líkt og þernur hennar, gengu þau um. Nýbakaðir Lúsíusnúðar biðu foreldra og gesta á borðum. Að sjálfsögðu var jólasöngnum gert hátt undir höfði á öllum þessum skemmtunum. Skólabörnin sungu af innlifun jólalög undir stjórn skólastjórans, Dónalds Jóhannessonar. MYNDATEXTI: Stjörnudrengir á Lúsíu Ingólfur, Adam, Sigurður, Ívar og Bjarni tóku þátt í hátíð í grunnskólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar