Ljósahúsið í Reykjanesbæ

Helgi Bjarnason

Ljósahúsið í Reykjanesbæ

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Það er bara ánægjan, ég hef svo gaman af þessu. Ég hugsa þetta ekki sem keppni," sagði Hallbjörn Sæmundsson um jólaskreytingar á og við hús hans, Túngötu 14 í Keflavík. Húsið fékk sérstaka viðurkenningu sem jólahús barnanna í samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar enda koma þangað leikskólabörn í hópum til að skoða jólaskreytingar á húsinu og ýmsa hluti sem Hallbjörn hefur komið þar fyrir. MYNDATEXTI Jólahús barnanna Hallbjörn Sæmundsson er með skreytt líkan af húsi sínu í garðinum og þaðan heyra vegfarendur jólasöngva.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar