Skoðunarferðir SBA í Mývatnssveit

Birkir Fanndal Haraldsson

Skoðunarferðir SBA í Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

Trjágöngin inn í skrúðgarðinn Höfða eru freistandi inngöngu í frosthrími. Þorvaldur Rafn Kristjánsson bílstjóri hjá SBA var á leið þar inn með 2 farþega til að skoða öll herlegheitin. Þorvaldur er hér í einni af óteljandi skoðunarferðum Sérleyfisbíla Akureyrar um Mývatnssveit. Fyrirtækið SBA hefur verið með sérstakar skoðunarferðir um sveitina til fjölda ára, lengst af í tengslum við sérleyfisferðir en upp á síðkastið á sérstökum bílum. Fyrir löngu fékk fyrirrennari SBA, sem var Ferðaskrifstofa Akureyrar, sérleyfi frá Akureyri í Mývatnssveit og var þá aðeins ekið yfir hásumarið. Nú eru rútur þeirra á ferð hér alla daga, bæði áætlunarrútan og skoðunarbílar. Um áramótin verðar sú breyting á rekstrinum að Hópferðamiðstöðin yfirtekur sérleyfið Akureyri, Mývatn, Egilsstaðir, í samræmi við niðurstöðu útboðs. SBA mun áfram verða með skoðunarferðir í Mývatnssveit og akstur á ýmsum öðrum leiðum sem ekki eru

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar