Fjölbraut Garðabæ

Fjölbraut Garðabæ

Kaupa Í körfu

"ÞETTA hefur gengið, á heildina litið, mjög vel. Ég er í mjög góðum skóla að mínu mati, skóla sem fylgir þeirri stefnu að vera skóli án aðgreiningar og það er ákaflega mikilvægt. Ég hef verið hjá kennurum sem líta ekki bara á mig sem fatlaða heldur sem manneskju og hafa treyst mér til að læra. Það er það sem hefur haldið mér gangandi," segir Freyja Haraldsdóttir, 19 ára stúlka sem útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar með besta námsárangurinn af þeim 38 stúdentum sem útskrifuðust í gær þrátt fyrir að þjást af sjaldgæfum sjúkdómi, osteogenesis imperfecta. Sjúkdómurinn veldur því að sjúklingurinn býr við stöðuga hættu á beinbrotum og er Freyja bundin við hjólastól. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér frá því að ljúka námi á þremur og hálfu ári af félagsfræðibraut skólans. MYNDATEXTI: Freyja Haraldsdóttir útskrifaðist frá FG í gærmorgun ásamt 37 öðrum nemendum skólans. Freyja var með besta námsárangurinn af hópnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar