Gler

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gler

Kaupa Í körfu

Alls staðar er verið að byggja og breyta og svo virðist sem meira sé hugsað um nýtingu eignarinnar en oft áður. Sólstofur og garðskálar hafa sprottið upp við einbýlishús, parhús og raðhús og það færist í vöxt að svölum á fjölbýlishúsum sé lokað á einn eða annan hátt. Jafnvel má sjá gert ráð fyrir svalalokunum í nýbyggingum, nokkuð sem var óþekkt hérlendis fyrir ekki svo mörgum árum. "Við höfum opnað hug Íslendinga fyrir þessu aukarými og síðan við hófum reksturinn fyrir rúmlega tveimur árum höfum við sett glerbrautakerfi okkar á meira en 200 svalir," segir Gunnar Svanberg Jónsson, eigandi Glers & brauta ehf. í Garðabæ, sem sérhæfir sig í svalalokunum og garðskálum. MYNDATEXTI: Gunnar Svanberg Jónsson við sýningarkerfi. Hægt er að opna alla glerflekana og á þeim eru sérstakir plastlistar til að tryggja þétta lokun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar