Kópavogur
Kaupa Í körfu
Kópavogsbær fékk kaupstaðarréttindi fyrir rúmlega 50 árum eða 11. maí 1955 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á undanförnum árum hefur hvert hverfið risið af öðru og á rúmri hálfri öld hefur fámenn byggð breyst í framsækið samfélag fleiri en 26.000 íbúa. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um sex til átta þúsund á næstu fjórum til fimm árum. Gífurleg uppbygging hefur verið í Kópavogi á nýliðnum árum og meiri en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Uppbyggingin er á öllum sviðum og það nýjasta í þeim efnum er undirritun samninga þess efnis að Knattspyrnuakademía Íslands og Kópavogsbær muni í sameiningu standa fyrir uppbyggingu heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs við Vallarkór. Við það tækifæri sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, að þar yrði nafli alheimsins í íþróttum á Íslandi. Tilviljun Kópavogsdalur og næsta umhverfi er á meðal svæða sem hafa nýlega byggst upp en í dalnum er meðal annars miðstöð íþróttalífs og verslunar. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Anna Pála Gísladóttir og synir þeirra, Hólmar Örn og Trausti Már, hafa búið í dalshlíðinni undanfarin ár, fluttu þangað fyrir tilviljun og sjá ekki fram á að flytja þaðan á næstunni MYNDATEXTI Miklar byggingaframkvæmdir eru í Kópavogi og þar hafa mörg hverfi risið á nýliðnum árum. Þar á meðal eru Hjallarnir í suðurhlíðum Kópavogs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir