Reykjanesbær

Helgi Bjarnason

Reykjanesbær

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulag að tveimur nýjum íbúðahverfum með lóðum fyrir alls 620 íbúðir. Um er að ræða Dalshverfi 2 sem er upp af Innri-Njarðvík, og Ásahverfi í Njarðvík, á báðum stöðum eru mest einbýlishúsalóðir. Jafnframt er umhverfis- og skipulagsráð farið að huga að þróun byggðarinnar í framtíðinni. Hún mun halda áfram upp á Stapann og færast síðan suður fyrir Reykjanesbraut. MYNDATEXTI Dalshverfi Verktaki er að leggja götur og lagnir í fyrri hluta Dalshverfis og geta lóðareigendur hafið framkvæmdir í vor. Jafnframt er verið að auglýsa deiliskipulag að seinni áfanga Dalshverfis. Vinnuvélarnar í Dalshverfi 1 eru í forgrunni, þá nýbyggingar í Tjarnahverfi og í baksýn sést til byggðarinnar í Njarðvík og Keflavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar