Djúpivogur

Andrés Skúlason

Djúpivogur

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Fyrir skemmstu birtist frétt í fjölmiðlum um að þorp eitt vestur á fjörðum væri orðið nær reyklaust, þ.e. af tóbaksreyk, þar sem aðeins einn reykingamaður væri eftir á staðnum. Á Djúpavogi hefur ekki verið gerð sérstök úttekt á þessari umdeildu fíkn meðal einstakra bæjarbúa, en hitt er ljóst að pípureykingamenn eru þar orðnir sjaldséðir. Þessi deyjandi íþrótt er líka bæði vandasöm og krefjandi, enda ekki á hvers manns færi að halda uppi dampi í pípu svo vel sé. Helgi Garðarsson, slökkviliðsstjóri Djúpavogshrepps, er samkvæmt handahófskenndri úttekt fréttaritara eini íbúinn er heldur uppi merkjum pípunnar á Djúpavogi MYNDATEXTI Fírað í Helgi Garðarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar