Skinnaiðnaður

Kristján Kristjánsson

Skinnaiðnaður

Kaupa Í körfu

Þetta hefur verið góður tími, skemmtilegur, og ég sé ekki eftir að hafa valið mér þetta starf, ég myndi velja það aftur ætti ég þess kost," segir Valdimar Thorarensen, starfsmaður hjá Skinnaiðnaði, en fyrirtækið er nú að hætta starfsemi. Valdimar hefur lengi unnið hjá verksmiðjunum svonefndu á Gleráreyrum, "byrjaði 5. maí 1958 kl. 13," svarar hann umsvifalaust spurður um upphaf ferilsins, en þá var hann 13 ára gamall. Í fyrstu vann hann á Gefjun, var í ullinni, en söðlaði um og fór yfir í skinnaiðnaðinn árið 1987. Valdimar bjó í nágrenni við verksmiðjurnar og þennan dag í maí fyrir tæpum 50 árum kom hann við hjá Arnþóri Þorsteinssyni og falaðist eftir starfi. "Hann sagði mér bara að koma eftir hádegi og ég gerði það. Það fyrsta sem ég gerði var að hnýta ákveðinn hnút," segir Valdimar, tekur upp spotta og rifjar upp handtökin. MYNDATEXTI Ævistarf Valdimar Thorarensen er sáttur við árin á Gleráreyrum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar