Skötuboð

Brynjar Gauti

Skötuboð

Kaupa Í körfu

ÚFF, það fer ekki á milli mála að við erum á réttum stað, skötulyktin tekur á móti manni um leið og maður stígur út úr bílnum fyrir utan hús á Markarflötinni í Garðabænum þar sem fjölmargir ungir menn sitja inni í stofu og borða skötu. Bræðurnir Kristján og Páll Kristjánssynir bjóða félögum sínum heim á Þorláksmessu á hverju ári að borða skötu ásamt fjölskyldunni. Svo er farið á tónleika með Bubba Morthens á eftir. Þetta hafa þeir gert síðustu átta árin eða allt síðan þeir voru sextán, sautján ára. Smám saman hefur fjölgað í hópnum og nú eru strákarnir yfirleitt 15-20 talsins MYNDATEXTI Menn háma í sig skötu við eitt þriggja matarborða á Markarflötinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar