Martin Markvoll

Gunnlaugur Árnason

Martin Markvoll

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | "Eins og á svo mörgum sviðum gengur áhuginn í bylgjum. Nú er mestur áhugi í Tónlistarskólanum fyrir lúðrum og er það gott fyrir mig," segir Martin Markvoll, norskur stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms þegar hann var spurður um þann mikla áhuga sem er á því í Stykkishólmi að blása á lúður. Það hefur orðið til þess að lúðrasveitin blæs út. Í lúðrasveitinni eru 45 félagar í tveimur lúðrasveitum. Litla lúðrasveitin er byrjunarsveit og er þar verið að ala félagana upp í þá stærri. Í stóru lúðrasveitinni eru um 30 manns, yngsti spilarinn er 8 ára og Bjarni Lárentínusson er sá elsti, 74 ára. Martin segir að lúðrasveitin hafi verið í lægð fyrir nokkrum árum. Haustið 2002 kom landi Martins, Guri Hilstad Ólason, í Hólminn og náði til krakkanna og þá byrjaði uppsveiflan MYNDATEXTI Kennari Martin Markvoll hefur dvalið í Stykkishólmi í tæp tvö ár og blásið krafti í lúðrasveitina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar