Tsunami Sri Lanka

Þorkell Þorkelsson

Tsunami Sri Lanka

Kaupa Í körfu

Við höfum öll glímt við það samam svo ég þarf ekki að gráta, sagði maður sem missti fjölskylduna í tsunami- flóðbylgjunni í Indlandshafi annan dag jóla 2004. Stúlka sagði að flóðbylgjan hefði komið eins og nunnur sem gleypti fólkið og tók það með sér út á haf. Nú er byggt upp af þrautseigju eftir eyðileggingu ógnaröldunnar. MYNDATEXTI: Flóðbylgjan mikla sem skall á löndunum við Indlandshaf um jólin 2004 eirði fáu. Hátt í 200 þúsund manns týndu lífi og eyðilegging lands og byggða var meiri en áður hefur þekkst. Á norðurströnd Súmötru í Indónesíu, þar sem flóðbylgjan átti upptök sín í gríðarlegum jarðskjálfta, týndu um 130 þúsund manns lífi og heilu byggðarlögin þurrkuðust af yfirborði jarðar. Þótt vitinn á myndinni, sem vísaði sjófarendum leiðina inn til héraðshöfuðborgarinnar Banda Aceh, hafi staðist jarðskjálfta sem mældist 9 á Richterkvarða og flóðið sem fylgdi í kjölfarið, leynir eyðileggingarmátturinn sér ekki – ljósahúsið efst á vitanum brotnaði af.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar