Mest

Mest

Kaupa Í körfu

STEYPUSTÖÐIN og Merkúr sameinast frá og með áramótum undir nafninu MEST. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að þar með verði til öflugt fyrirtæki sem sérhæfi sig í sölu á vörum og þjónustu til verktaka og fagaðila í byggingariðnaði og verklegum framkvæmdum. Flestum er kunnugt um starfsemi Steypustöðvarinnar en starfsemi Merkúrs felst í megindráttum í innflutningi og sölu á byggingarvörum auk véla og tækja fyrir sjávarútveg, verktaka og ýmsan annan iðnað. Þórður Birgir Bogason, forstjóri MEST, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið reki fjórar steypustöðvar, eina helluverksmiðju og eina einingaverksmiðju en auk þess reki það þróunar-, gæða- og rannsóknardeild. Ennfremur rekur félagið verslun fyrir byggingavörur á Bæjarflöt í Grafarvogi, á Malarhöfða, á Selfossi og í Hafnarfirði. "Á Malarhöfða stendur til að reisa tvö þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði," segir Þórður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar