Anna Sigrún

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Anna Sigrún

Kaupa Í körfu

ÞEGAR ég hugsa til baka þá er mér efst í huga hvað við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk, því við eigum þeim svo mikið að þakka," segir Steinunn I. Stefánsdóttir, móðir hinnar sex ára Önnu Sigrúnar sem fyrir tæpu ári, eða í lok janúar sl., féll fram af fjórðu hæð í fjölbýlishúsi og lenti á steyptri stétt. Við fallið mjaðmagrindarbrotnaði litla hnátan, spjaldhryggurinn í bakinu brotnaði og vinstri lærleggur, lungun mörðust og gat kom á annað lungað auk þess sem hún brákaði kinnbein. MYNDATEXTI Mæðgurnar Anna Sigrún og Steinunn I. Stefánsdóttir litu við á barnaskurðdeild LSH í jólavikunni með ávaxtakörfu handa starfsfólkinu sem þakklætisvott fyrir það góða atlæti sem mætti þeim þar fyrr á árinu. Það voru þær María Bergmann Guðjónsdóttir, Elínborg Kr. Jónmundsdóttir og Embla Ýr Guðmundsdóttir sem veittu körfunni viðtöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar