Slippabankinn opnaður

Brynjar Gauti

Slippabankinn opnaður

Kaupa Í körfu

EFNT var til hátíðarinnar Óður til Slippsins í gær á slippsvæðinu svonefnda við Mýrargötu í Reykjavík. Þar var skyggnst inn í sérkenni og stemningu þessa sögulega svæðis en markmiðið var að varpa ljósi á leyndardóma svæðisins og hvetja fólk til að upplifa Slippsvæðið í núverandi mynd en svæðið mun senn taka breytingum. Á hátíðinni komu fram rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Gunnar Hersveinn, tónlistarmaðurinn Músikhvatur ásamt því að videólistaverk bandaríska listamannsins Lee Waltons, Making changes, Reykjavík, Iceland, var sýnt. Á meðan hátíðinni stóð söfnuðu gestir saman hugmyndum og minningum um slippinn og komu þeim fyrir í tímahylki sem geymd eru í þar til gerðum slippabanka sem staðsettur verður í versluninni Guerilla-Store. Að hátíðinni stóð Úrbanistan sem er samstarfsverkefni Ástu Olgu Magnúsdóttur og Önnu Maríu Bogadóttur ásamt versluninni Guerilla-Store.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar