List fyrir náttúruna - Björk og hluti meðlima Sigur Rósar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

List fyrir náttúruna - Björk og hluti meðlima Sigur Rósar

Kaupa Í körfu

HÓPUR listafólks kemur fram í Laugardalshöll í kvöld til að vekja athygli á náttúruvernd. Morgunblaðið ræddi af þessu tilefni við nokkra af þeim listamönnum, sem fram koma, um málefnið. Björk Guðmundsdóttir segir að Íslendingar standi á miklum tímamótum. "Þetta er ekki bara spurning um Kárahnjúkavirkjun heldur líka það sem á eftir kemur og ef við stöndum ekki upp núna og segjum eitthvað, gæti það haft áhrif á framtíðina næstu hundrað árin." Damon Albarn samdi lag í tilefni tónleikanna sem hann ætlar að flytja með Ghostigital. Hann hefur fylgst með stóriðjuframkvæmdum á Íslandi og hefur áhyggjur af náttúru Íslands. "Það er nóg að líta til neikvæðra áhrifa iðnvæðingarinnar á Bretland. Um leið og þessi þróun fer af stað er mjög erfitt að stöðva hana. Ísland hefur enn tíma til að snúa við blaðinu," segir hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar