Tónleikar

Sigurjón Guðjónsson

Tónleikar

Kaupa Í körfu

Eitthvað um 5.500 manns mættu í höllina á laugardaginn var. Ástæðan voru stórtónleikar sem Hætta!-hópurinn stóð fyrir til þess að vekja athygli á íslenskri náttúru og mótmæla um leið virkjunarframkvæmdum á hálendinu. Dagskrá kvöldsins var afar þétt skipuð og fékk hver listamaður þar af leiðandi frekar lítinn tíma upp á sviði. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sigurjón Guðnason af nokkrum tónlistarmönnum sem ljáðu málstaðnum lið með tónlistarflutningi þetta kvöld. Að tónlistinni frátalinni voru ýmsar aðrar listrænar uppákomur í höllinni til að vekja athygli á málstaðnum enda kom fjöldi listamanna nærri þessum tónleikum. Þess ber að geta að allt tónlistarfólk og listamenn gáfu vinnu sína þetta kvöld og rennur ágóðinn af tónleikunum í sjóð til að efla náttúruvernd á Íslandi. MYNDATEXTI Jónsi í Sigur Rós

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar